Dýr lög á netinu

Jammie Thomas-Rasset.
Jammie Thomas-Rasset.

Bandarískur kviðdómur hefur dæmt að kona í Minnesota eigi að greiða 1,5 milljónir dala, jafnvirði rúmlega 160 milljóna króna, fyrir að sækja 24 lög á netið gegnum skráskiptiveituna KaZaA og gera síðan öðrum netverjum kleift að sækja lögin.

Kviðdómurinn komst að þeirri niðurstöðu að konan, sem er fjögurra barna einstæð móðir, hafi brotið lög um höfundarrétt. Jammie Thomas-Rasset þarf samkvæmt dómnum að greiða 62,5 þúsund dala sekt fyrir hvert þeirra 24 laga sem hún sótti á netið.

Þetta er í þriðja skipti, sem Thomas-Rasset er dæmd til að greiða  RIAA, sambandi tónlistarútgefenda í Bandaríkjunum himinháar bætur.  Fyrst var hún dæmd árið 2007 til að greiða 220 þúsund dala bætur en dómarinn í málinu ógilti niðurstöðuna og sagði að hún væri ekki í neinu samræmi við brotið og allt of íþyngjandi.

En í júní í fyrra komst annar kviðdómur að þeirri niðurstöðu, að Thomas-Rasset ætti að greiða 1,92 milljónir dala til sex hljómplötuútgefenda:   Capitol Records, Sony BMG Music, Arista Records, Interscope Records, Warner Bros. Records og UMG Recordings.

Lögmenn hljómplötufyrirtækjanna sögðu, að Thomas-Rasset hefði gert milljónum netverja kleift að sækja lögin gegnum Kazaa og þannig brotið gegn réttindum útgefendanna.  Thomas-Rasset sagðist ekki hafa sótt lögin og sagði að hugsanlega hefði fyrrum eiginmaður hennar eða börn þeirra gert það. Á það var ekki hlustað.

Samtök bandarískra hljómplötuútgefenda og stórir útgefendur hafa höfðað mál á hendur þúsunda einstaklinga fyrir að sækja sér og deila tónlist á netinu með ólöglegum hætti. Flestum málum hefur lokið með dómssátt og hafa sakborningar fallist á að greiða 3-5000 dala bætur, 330-550 þúsund krónur. Thomas-Rasset hefur hins vegar þrjóskast við.

RIAA tilkynnti árið 2008, að það myndi hætta að höfða mál gegn einstaklingum og einbeita sér þess í stað að því að fá netveitur til að grípa til aðgerða.  Þá hafði sambandið höfðað mál gegn 35 þúsund einstaklingum frá árinu 2003. 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes