Vill senda leigumorðingja á Assange

Tom Flanagan í þætti CBC.
Tom Flanagan í þætti CBC.

Ráðgjafi Stephens Harpers, forsætisráðherra Kanada, sagði í sjónvarpsviðtali að Barack Obama, Bandaríkjaforseti, ætti að senda leigumorðingja á eftir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, eða láta gera árás á hann úr fjarstýrðri flugvél.

„Ég vildi helst að Assange yrði myrtur... Það mun ekkert jákvætt hljótast af þessu," sagði  Tom Flanagan í fréttaþætti CBC sjónvarpsstöðvarinnar.

Þegar fréttamaður CBC sagði, að þessi ummæli væru býsna róttæk sagðist Flanagan vera „í karlmannlegu skapi í dag," og bætti við að ekki væri rétt að birta bandarísku sendiráðspóstana, sem WikiLeaks er að birta þessa dagana, því í þeim væru hlutir sem gætu flækt mjög samskipti ríkja og hugsanlega leitt til stríðsátaka.  

„Ég yrði ekki sorgmæddur þótt Assange hyrfi," sagði Flanagan síðan.   

Alþjóðalögreglan Interpol hefur gefið út svonefnda rauða tilkynningu um Assange vegna handtökuskipunar, sem sænsk stjórnvöld hafa gefið út á hendur honum vegna nauðgunarkæru. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes