Ísland vekur athygli

Íslensk náttúra hefur mikið aðdráttarafl.
Íslensk náttúra hefur mikið aðdráttarafl. Reuters

Ísland er í fjórða sæti á lista sem bandaríska dagblaðið New York Times hefur tekið saman og birt yfir áhugaverða ferðamannastaði á árinu 2011. Á listanum er að finna 41 stað og í efsta sæti er borgin Santiago í Síle.

Í öðru sæti eru eyjarnar San Juan, sem eru í Washingtonríki í Bandaríkjunum. Og í því þriðja er Kho Samui í Taílandi.

Á vef blaðsins segir að þrátt fyrir að Ísland hefi gengið í gegnum mikla erfiðleika að undanförnu, megi sjá ljós í myrkrinu. A.m.k. hvað varðar ferðamannaþjónustu. Eftir hrun sé mun ódýrara fyrir ferðamenn að heimsækja landið.

Blaðið segir að ferðamenn verði að sjálfssögðu að upplifa íslenska náttúru, enda landið einstaklega fallegt.

Það sé hins vegar meira í boði, t.a.m. menningartengdir viðburðir og er nýja tónlistar- og ráðstefnuhöllin Harpa nefnd í því samhengi .

Í lokin er minnst á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves sem verði haldin hátíðleg í október og sé ávallt svöl.
Fjallað er um nýja tónlistarhúsið Hörpu í grein New York …
Fjallað er um nýja tónlistarhúsið Hörpu í grein New York Times. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft þarf ekki stóra hluti til, heldur að breyta út af vananum. Hægðu á þér. Taktu eitt verkefni fyrir í einu og gefðu þér tíma til að anda á milli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft þarf ekki stóra hluti til, heldur að breyta út af vananum. Hægðu á þér. Taktu eitt verkefni fyrir í einu og gefðu þér tíma til að anda á milli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant