Lítur þessi 14 ára drengur út fyrir að vera 24?

Prince Summerfield er fullorðinslegur í útliti.
Prince Summerfield er fullorðinslegur í útliti.

Nokkuð sérstakt mál er komið upp í Petersfield-grunnskólanum í Bretlandi. Yfirkennari hefur þurft að biðjast afsökunar á því að hafa rekið 14 ára dreng úr skólanum, en hann hélt að drengurinn væri 24 ára karlmaður.

Drengurinn, sem heitir Prince Summerfield, kemur frá Malaví en fluttist til Bretlands með fjölskyldu sinni fyrir nokkru. Prince er nokkuð stór og þrekinn miðað við aldur og þegar kennarinn spurði hann hvaða ár hann væri fæddur svaraði hann „1986“ en leiðrétti sig svo og sagði „1996“. Kennarinn taldi hann vera að ljúga og rak hann burt.

Móðir Prince er ævareið yfir uppákomunni. Hún er þrítug og benti á að ef sonur hennar væri 24 ára hefði hún verið fimm ára þegar hún eignaðist hann. Fjölskyldan þurfti að útvega skjöl til að sanna að Prince væri í raun fæddur 1996.

Kennarinn hefur beðist afsökunar og sagði: „Öll fullnægjandi skjöl hafa borist okkur og það hefur verið sannað að Prince er í raun 14 ára. Ég er ánægður með að geta boðið honum að koma aftur í Petersfield-skólann.“

Þetta atvik var breskum fjölmiðlum tilefni til að rifja upp mál frá árinu 1994. Þá var nemanda vikið úr skoskum einkaskóla eftir að hann hafði dvalið þar í ár þegar upp komst að hann var í raun 32 ára karlmaður. Kennarar höfðu ekki munað eftir honum frá því að hann var áður í skólanum sem unglingur á áttunda áratugnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Heimir Lárusson Fjeldsted:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er ekkert sem heitir að þú verður að taka til á skrifborðinu þínu og klára öll þau verk sem þú hefur tekið að þér. Láttu fólk sýna ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er ekkert sem heitir að þú verður að taka til á skrifborðinu þínu og klára öll þau verk sem þú hefur tekið að þér. Láttu fólk sýna ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir