The White Stripes lætur staðar numið

Jack og Meg White segja að hljómsveitin The White Stripes …
Jack og Meg White segja að hljómsveitin The White Stripes sé hætt.

Bandaríska rokktvíeykið í The White Stripes hefur slökkt á magnaranum og stungið gítarnöglinni í vasann. Jack og Meg White hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að hljómsveitin sé hætt að gefa út plötur og koma fram á tónleikum.

Þau þakka aðdáendum sínum fyrir stuðninginn í tilkynningu sem er birt á vefsíðu Detroit-sveitarinnar. 

Jack og Meg segja að ýmsar ástæður séu fyrir því að hljómsveitin sé nú hætt. Aðal ástæðan sé hins vegar sú að þau vilji „varðveita það sem er fallegt og sérstakt við hljómsveitina.“

The White Stripes var stofnuð fyrir 13 árum og hefur gefið út sex hljóðversplötur. Sú síðasta í röðinni, Icky Thump, kom út árið 2007. Hljómsveitin sótti Ísland heim árið 2005 og lék fyrir troðfullri Laugardalshöll.

Heimasíða The White Stripes.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes