Tónleikaferð í hættu vegna deilna um „manndóm"

Charles Watts, Mick Jagger og Keith Richards.
Charles Watts, Mick Jagger og Keith Richards. Reuters

Óvíst er hvort áform hljómsveitarinnar Rolling Stones um tónleikaferð á árinu gangi eftir. Mick Jagger, söngvari sveitarinnar, er enn sagður reiður Keith Richards, gítarleikara, fyrir ummæli sem hann lét falla um „manndóm" Jaggers í sjálfsævisögu sinni.

Í ævisögu sinni sagði Richards meðal annars, að Marianne Faithful, sem bjó lengi með Jagger, hafi haft lítið gagn af „örsmáum furðufugli" Jaggers.  

Richards segir einnig í bókinni að Jagger sé óþolandi. Jagger sjálfur sagði að bókin væri  leiðinleg og hann sæi enga ástæðu til að rifja upp fortíðina.

Breska blaðið Daily Mirror hefur í dag eftir heimildarmanni, að Jagger hafi lesið bók Richards áður en hún kom út og ekki gert neinar sérstakar athugasemdir. Umfjöllunin eftir að bókin kom út hafi hins vegar valdið honum hugarangri og margir telji að það sé helsta ástæðan fyrir því að samningaviðræðum um tónleikaferðina hefur nú verið hætt.

Áformað var að sveitin færi í tónleika ferð á þessu ári. Þá vilja skipuleggjendur ólympíuleikanna í Lundúnum einnig ólmir fá sveitina til að spila á opnunarhátíð leikanna á næsta ári.  

Jagger mun koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles um helgina. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes