Íslenska pylsan slær í gegn

Haschka segist hafa heyrt því hvíslað að leyndarmál pylsunnar sé …
Haschka segist hafa heyrt því hvíslað að leyndarmál pylsunnar sé bjór í suðuvatninu. Jim Smart

Á matarvef Huffington Post eru nú færðar líkur fyrir því að íslenska pylsan sé sú besta í heimi og Bæjarins beztu mekka pylsunnar.

Það er Victoria Haschka, matar- og ferðapistlahöfundur, sem fer svo fögrum orðum um þennan íslenska þjóðarrétt en hún fer ítarlega yfir hráefni hinnar fullkomnu pylsu, kennir hvernig panta á „eina með öllu“ og gefur meira að segja uppskrift að remúlaði, sem hún segir í raun bragðbætt majónes.

Haschka virðist sérstaklega hrifin af þeirri uppfinningu að nota bæði steiktan og hráan lauk á pylsuna, auk þess sem hún hrósar pylsunni sjálfri; kjötið sé jafnt sætt, salt og bragðmikið og pylsan smelli í sundur þegar bitið er í hana.

Grein Haschka er titluð Is This the Best Hot Dog in the World?

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg