Ætla að þvera Norðurlöndin á skíðum

Thea Storm Henrikson og Ellinore Bjørk Vipond luku göngu sinni …
Thea Storm Henrikson og Ellinore Bjørk Vipond luku göngu sinni í gær. mbl.is/Hafdís Erla Bogadóttir

Tvær ungar danskar konur urðu í gær fyrstu konurnar til þess að fara þvert yfir Ísland á gönguskíðum. Þær Thea Storm Henrikson og Ellinore Bjørk Vipond komu til Egilsstaða í gær eftir þrekraunina sem tók 25 daga. Thea er líf- og íþróttafræðingur og Ellinore er jarðfræðingur sem starfar í Norður-Noregi.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur farm, konurnar eru báðar miklar áhugamanneskjur um útivist og þeim hafi dottið í hug að það væri gaman að gera eitthvað þessu líkt. Ferðin yfir Ísland var lokaferðalag sérstaks verkefnis sem þær tóku sér fyrir hendur fyrir nokkrum árum. Í því mega aðeins stelpur taka þátt og markmiðið er að þvera öll Norðulöndin.

„Maður er alltaf að heyra um karlmenn að gera eitthvað svona svo við sögðum við sjálfar okkur að við gætum vel gert þetta líka. Fyrir tveimur árum fórum við yfir Finnland, Svíþjóð og Noreg. Í fyrra fórum við yfir Grænlandsjökul og í ár komum við til Íslands. Svo ætlum við að fara yfir Danmörku á rúlluskíðum á næstunni. Þá verðum við búnar að fara yfir öll Norðurlöndin,“ segir Thea og hlær.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes