Heimsfrumsýning á Eldfjallinu í Cannes

Leikstjóri og aðalleikarar kvikmyndarinnar Eldfjalls á blaðamannafundi í Cannes í …
Leikstjóri og aðalleikarar kvikmyndarinnar Eldfjalls á blaðamannafundi í Cannes í dag. mbl.is/Halldór Kolbeins

Heimsfrumsýning á Eldfjallinu, bíómynd Rúnars Rúnarssonar, var haldin á kvikmyndahátíðinni í Cannes í dag klukkan 14 á staðartíma.

Er bíómynd Rúnars fyrsta íslenska myndin sem kemst í keppni á Cannes hátíðinni í áratugi en úrslit keppninnar verða kunngerð í lok næstu viku.

Salurinn var troðfullur og sömuleiðis var hvert sæti setið á fréttamannafundinum, sem haldinn var eftir sýningu myndarinnar.

Flestar spurningar blaðamanna vörðuðu tilfinningalíf aðalpersónu myndarinnar. Theódór Júlíusson leikur aðalpersónu myndarinnar sem sýnir ekki mikið af þeim tilfinningum sem hann ber í brjósti. Persóna Theódórs heitir Hannes og er ljúka farsælu starfi sem húsvörður og þarf að  takast á við að lifa á eftirlaunum sínum.

Á blaðamannafundinum sagði Rúnar, að þetta væri saga kynslóðar sem hefði verið á undan honum á Íslandi og hugsanlega víða í Norður-Evrópu.

Blaðamaður frá Suður-Evrópu lýsti þeirri skoðun, að svipaðar týpur væru einnig algengar sunnamegin í Evrópu.

Þegar aðalleikararnir voru spurðir á blaðamannafundinum  hvernig þeim hefði fundist myndin var svar þeirra einfalt: Við höfum ekki enn fengið að sjá hana. 

Salurinn var þettsetinn á blaðamannafundinum.
Salurinn var þettsetinn á blaðamannafundinum. mbl.is/Halldór Kolbeins
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes