Kallaði Obama dela

Stjórnmálaskýrandi MSNBC sagði Obama forseta vera hálfgerðan dela.
Stjórnmálaskýrandi MSNBC sagði Obama forseta vera hálfgerðan dela. JIM YOUNG

Stjórnmálaskýrandi á MSNBC-fréttastöðinni í Bandaríkjunum hefur verið leystur tímabundið frá störfum eftir að hann kallaði Barack Obama forseta „hálfgerðan dela“ í beinni útsendingu.

Mark Halperin er stjórnmálaskýrandi og ritstjóri Time-tímaritsins. Var hann gestur í þættinum Morning Joe á stöðinni í gær og var verið að ræða fréttamannafund Obamas daginn áður.

Spurði Halperin stjórnendur þáttarins í kímni hvort að útsendingin væri sjö sekúndum á eftir þannig að hægt væri að blokka orð hans því hann vildi lýsa því hvað honum fannst um framferði forsetans.

Svo virtist sem stjórnendurnir hafi gefið honum grænt ljós á það. „Mér fannst hann vera hálfgerður deli í gær [e. kind of a dick],“ sagði Halperin þá.

Brugðust stjórnendur þáttarins ókvæða við. „Guð minn góður...eyðið þessu! Eyðið þessu! Hvað ertu eiginlega að gera? Ég trúi þér ekki, ég var að grínast,“ sagði Joe Scarborough, annar stjórnandi þáttarins og fyrrverandi þingmaður repúblikana.

Síðar í þættinum báðust bæði Halperin og þáttastjórnendurnir afsökunar en þeir sögðust hafa manað hann til að gera það en ekki haft trú á að myndi í raun láta verða af því. Breska blaðið The Guardian segir frá þessu.

Skömmu síðar var Halperin settur út af sakramentinu hjá MSNBC.

„Ummæli Marks Halperins voru algerlega óviðeigandi og óviðunandi. Við biðjum forsetann, Hvíta húsið og alla áhorfendur okkar afsökunar. Við leitumst eftir að hafa umræðu á háu plani og ummæli sem þessi eiga ekki heima í útsendingum okkar. Því er Mark leystur frá störfum ótímabundið,“ sagði í tilkynningu frá MSNBC.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes