Bítlar á ÓL?

Ringo Starr og Paul McCartney.
Ringo Starr og Paul McCartney. Reuters

Paul McCartney segir, að skipuleggjendur Ólympíuleikanna í Lundúnum á næsta ári séu að undirbúa  „einhvers konar Bítlatónlist" á opnunarhátíðinni. Gaf McCartney í skyn að til greina kæmi að hann og Ringo Starr kæmu fram saman á hátíðinni.

Fram kemur á vef breska blaðsins Guardian, að þegar McCartney hafi verið spurður hvort hann muni koma fram á opnunarhátíðinni næsta sumar hafi hann kinkað kolli.

„Ég hitti mann, sem þekkir mann, sem ætlar að spyrja einhvern um þetta bráðum," sagði hann við vefinn Access Hollywood.   

Haft er eftir McCartney, að orðrómur sé um að hann muni taka þátt í opnunarhátíðinni. „Ég hef ekki heyrt neitt ákveðið um það enn ... en þeir eru nú að skipuleggja tónlistina."

Guardian segir, að þótt þessi svör séu óskýr séu þau samt skýrari en svör sem McCartney gaf við sömu spurningu í júní.  Þá sagðist McCartney í samtali við  Absolute Radio gjarnan vilja spila á hátíðinni en hann hefði ekki verið beðinn um það. „Þeir biðja mig ekki um allt," sagði hann.

Breska blaðið The Sun segir, að leikstjórinn Danny Boyle og aðrir sem eru að skipuleggja opnunarhátíðina, vilji ólmir að McCartney komi þar fram. Þeir vilji einnig að Ringo spili á hátíðinni og jafnvel börn þeirra George Harrisons og Johns Lennons, sem eru látnir. 

Guardian segir, að einnig sé orðrómur um að hljómsveitirnar Coldplay og Spice Girls komi fram á opnunarhátíðinni.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes