IKI hlaut dönsku tónlistarverðlaunin

Anna María Björnsdóttir er einn af meðlimum IKI.
Anna María Björnsdóttir er einn af meðlimum IKI. Ljósmyndari/Pétur Rúnar Heimisson

Norræna spunasönghljómsveitin IKI hlaut í dag dönsku tónlistarverðlaunin fyrir sína fyrstu plötu í flokki djassraddtónlistar. Söngkonurnar níu, sem koma frá Íslandi, Danmörku, Finnlandi og Noregi, gáfu út sína fyrstu plötu í sumar.

Anna María Björnsdóttir er eina íslenska söngkonan í IKI. Öll tónlist sveitarinnar er spunnin á staðnum og líta söngkonurnar á þetta sem heimspeki sem byggir á að vera í núinu, skapa tónlist og kanna mannsröddina, mismunandi hliðar á henni og hljóð. Plata IKI var spunnin á þremur dögum í upptökuveri. Teknir voru upp sjö tímar af tónlist en valin voru tólf uppáhalds lög til að hafa á plötunni.

Nýstárleg tónlistarleg nálgun IKI hefur nú þegar komið þeim á fjölda tónlistarhátíða, í sjónvarps- og útvarpsþætti á Íslandi, Danmörku og Noregi auk þess sem þær hafa haldið fjöldann allan af tónleikum.

IKI
IKI Ljósmynd/Kajsa Gullberg
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes