BBC baðst afsökunar á Clarkson

Breska ríkisútvarpið BBC neyddist til að biðjast afsökunar á ummælum, sem þáttastjórnandinn Jeremy Clarkson lét falla um opinbera starfsmenn, sem lögðu niður vinnu í Bretlandi í dag. Sagði Clarkson að skjóta ætti þá frammi fyrir fjölskyldum þeirra.

BBC sagði, að ummæli Clarksons, sem hann lét falla í þættinum The One Show, hefðu verið fyndni sem hefði misheppnast. 

„Þegar Clarkson var spurður hvað honum fyndist um verkfallsmenn svaraði hann: „Ég myndi skjóta þá alla. Ég myndi lífláta þá frammi fyrir fjölskyldum þeirra. Ég meina, hvernig dettur þeim í hug að fara í verkfall  þegar þeir eiga von á öruggum eftirlaunum en við hin þurfum að vinna fyrir okkur,“ sagði Clarkson, sem stýrir bílaþættinum vinsæla Top Gear. 

Bretinn Piers Morgan, sem stýrir spjallþætti á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN, var ekki lengi að svara Clarkson á Twitter-vef sínum en þeir Morgan og Clarkson hafa lengi eldað grátt silfur saman. 

„Svo það sé ljóst telur Jeremy Clarkson, að það eigi að skjóta illa launaða hjúkrunarfræðinga, sem eru undir miklu álagi í vinnunni,“ skrifaði Morgan.  

Clarkson hefur oft áður lent í vandræðum vegna fljótfærnislegra ummæla. Hann sagði eitt sinn að Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, væri eineygður skoskur hálfviti. Brown missti sjón á öðru auga þegar hann lenti í óhappi sem unglingur. 

Jeremy Clarkson.
Jeremy Clarkson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú viljir gjarnan hjálpa einhverjum úr fjölskyldunni í dag gætu þau góðu áform leitt til vandræða. Mundu að ekki hafa allir sömu skoðanir á hlutunum og það ber að virða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú viljir gjarnan hjálpa einhverjum úr fjölskyldunni í dag gætu þau góðu áform leitt til vandræða. Mundu að ekki hafa allir sömu skoðanir á hlutunum og það ber að virða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Loka