Etta James látin

Bandaríska blús- og sálarsöngkonan Etta James er látin 73 ára að aldri. Söngkonan hefur dvalið á sjúkrahúsi undanfarnar vikur en hún var með hvítblæði og auk þess var hún einnig með elliglöp og lifrarbólgu C.

James var þekktust fyrir lag sitt At Last frá árinu 1960 en fjöldi laga hennar heillaði aðdáendur hennar um allan heim áratugum saman. Hún lést á sjúkrahúsi í Riverside í Kaliforníu. Eiginmaður hennar, Artis Mills, og synir, Donto James og Sametto James voru hjá henni er hún lést.

Frá því tilkynnt var um andlát hennar í dag hafa aðdáendur hennar komið fyrir blómum á stjörnu hennar á Frægðargötunni í Hollywood. James, sem hætti að koma fram opinberlega árið 2009, bjó í Riverside síðustu tvo áratugi. Hún var greind með hvítblæði fyrir tveimur árum. 

Sonur hennar, Donto James, og eiginmaður Ettu James, Artis Mills, sem ekki er faðir Donto James, hafa deilt hart um eignir hennar undanfarið ár og úrskurðaði dómari í desember að 350 þúsund Bandaríkjadalir í hennar eigu skyldu notaðir í læknismeðferð hennar. Ekki liggur fyrir hvað verður um það sem eftir stendur af eignum hennar sem nema um einni milljón Bandaríkjadala. 

Etta James, sem hét réttu nafni Jamesetta Hawkins, vann til fernra Grammy-verðlauna og 17  Blues Music verðlauna. Hún var tekin inn í frægðarhöllina árið 1993 og fékk árið 2003 Grammy-verðlaun fyrir ævistarfið.

At Last með Ettu James á YouTube

Fjölmiðlar hafa fjallað um andlát James í dag meðal annars BBC en þar er að finna upprifjun á ævi hennar

Etta James á sviði árið 2006
Etta James á sviði árið 2006 Reuters
Reuters
Reuters
Reuters
Reuters
Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes