Hefur þungar áhyggjur af Demi Moore

Bruce Willis.
Bruce Willis. MARIO ANZUONI

Bruce Willis hefur þungar áhyggjur af fyrrverandi eiginkonu sinni og barnsmóður Demi Moore sem nýverið skildi við Ashton Kutcher. Leikkonan hvílist nú á heimili sínu í Los Angeles en hún var flutt í skyndi á sjúkrahús á dögunum, uppgefin bæði andlega og líkamlega. Í ljós kom að hún virðist meðal annars þjást af lystarstoli og eftir að ein þriggja dætra þeirra brotnaði saman á mánudag sá Willis að hann yrði að koma Moore til aðstoðar.

Willis var ásamt dóttur þeirra Tallulah í verslunarleiðangri í byrjun viku þegar hún fékk skyndilega mikið grátkast. Varð honum þá ljóst að málið væri mjög alvarlegt og að það væri skylda hans að koma fyrrverandi eiginkonu sinni og dætrum til hjálpar, að því er haft er eftir heimildamanni vefjarins X17. Willis heimsótti leikkonuna í skyndi og ræddu þau lengi saman. Leikarinn vill gera allt sem í hans valdi stendur til að hjálpa Moore og dætrunum í erfiðleikum móður þeirra.

Willis og Moore skildu árið 2000 en auk Tallulah eiga þau saman dæturnar Rumer og Scout.

Bruce Willis og Demi Moore með dætrum sínum ungum.
Bruce Willis og Demi Moore með dætrum sínum ungum. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg