Adele sigursæl á Brit Awards

Sigurganga söngkonunnar Adele hélt áfram í kvöld þegar bresku tónlistarverðlaunin, Brit Awards, voru afhent í London. Adele, sem er nýkomin heim til Bretlands hlaðin Grammy-verðlaunum, var sigurvegari kvöldsins með tvenn verðlaun.

Adele, sem er 23 ára gömul, var verðlaunuð sem besta breska söngkonan og fyrir bestu plötu ársins, en plata hennar 21 sat á toppi vinsældalistans bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum á síðasta ári. Adele er þar með einn vinsælasti breski tónlistarmaðurinn á erlendri grundu í áraraðir. Hún þakkaði kærlega fyrir sig og flutti lagið Rolling in the Deep í 02-höllinni í London í kvöld. Þetta er í annað sinn sem hún kemur fram eftir að hafa gengist undir skurðaðgerð vegna meins í hálsi.

Coldplay var í kvöld valin besta breska hljómsveitin, í þriðja skipti, en besti breski karlsöngvarinn var valinn Ed Sheeran. Hins vegar fékk Bruno Mars verðlaun sem besti alþjóðlegi söngvarinn, og bandaríska hljómsveitin Foo Fighters var verðlaunuð sem besta alþjóðlega hljómsveitin.

Rihanna var verðlaunuð sem besta alþjóðlega söngkonan og kom einnig fram í litskrúðugu atriði. Meðal annarra listamanna sem komu fram voru Noel Gallagher, sem áður var í hljómsveitinni Oasis, og fyrrum helstu andstæðingar hans í hljómsveitinni Blur, með Damon Albarn fremstan í flokki. Þeir fluttu lokaatriðið með þremur smellum frá 10. áratugnum; Girls and boys, Song 2 og Parklife.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg