Eistnaþukl getur valdið skaða

Robbie Williams í auglýsingu gegn eistnakrabbameini.
Robbie Williams í auglýsingu gegn eistnakrabbameini.

Söngvarinn Robbie Williams og fleiri frægir Bretar hafa tekið þátt í auglýsingaherferð þar sem karlar eru hvattir til að þukla eistu sín til að leita að krabbameini. Læknir segir þetta algjörlega tímasóun og að þuklið geti jafnvel valdið skaða.

Læknirinn Keith Hopcroft skrifar aðsenda grein í nýjasta hefti læknablaðsins British Medical Journal (BMJ) þar sem hann viðrar þessa skoðun sína. Hann segir auglýsingaherferðina, þar sem karlar eru hvattir til að „grípa í djásnið“ vel meinta en tilgangslausa.

„Það eru engar góðar sannanir fyrir því að regluleg sjálfskoðun á eistum skili nokkrum árangri,“ skrifar hann. „Líkurnar á því að finna merki um eistnakrabbamein við slíka skoðun eru hverfandi. 50 þúsund karlar þyrftu að skoða eistu sín reglulega í tíu ár til að koma í veg fyrir eitt dauðsfall.“

Hopcroft segir herferðina byggða á þeirri skoðun að eistnakrabbamein sé lúmskt og oft einkennalaust í byrjun. Séu karlar því hvattir til að leita að sársaukalausum bólgum sem gætu hugsanlega verið merki um krabbamein.

En Hopcroft segir að yfir helmingur karla sem greinist með krabbamein í eistum upplifi sársauka.

Hann segir að kenna þurfi körlum að þekkja einkennin og bregðast þá skjótt við frekar en að hvetja hálfa þjóðina til að gerast „eistnaþreifandi taugasjúklingar“.

Hann segir að með því að þreifa eistun megi finna skaðlausar bólgur en herferðin ýti undir kvíða og ótta. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg