Jarðsunginn í Íþróttaálfsbúningnum

Hinn íslenski Clark Kent. Magnús Scheving er bæði frumkvöðull og …
Hinn íslenski Clark Kent. Magnús Scheving er bæði frumkvöðull og íþróttaálfur. mbl.is/Ozzo

Magnús Scheving, Íþróttaálfur og maðurinn á bak við Latabæ, prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Monitor sem kom út í dag. Í viðtalinu spjallar hann um framtíð Latabæjar og ógleymanlegar upplifanir í sínu starfi. Ein af þeim var þegar hann heimsótti veikan strák á spítala.

„Þegar ég mætti var hann klæddur í Íþróttaálfsbúning. Læknirinn hans hafði sagt mér að hann ætti ekki mikið eftir en hefði óskað þess að hitta Íþróttaálfinn, strákurinn var þá á líknardeild og vildi endilega sýna mér herbergið sitt. Hann sýndi mér rúmið sitt svakalega stoltur, enda voru þetta Íþróttaálfsrúmföt og mynd af Íþróttaálfinum um alla veggi. Ég eyddi með honum heilum degi og á meðan var öll fjölskylda stráksins grátandi að taka upp myndband. Þetta var eitthvað það alerfiðasta sem ég hef gert. Við gáfum þessum strák skó Íþróttaálfsins og sendum honum sérstakan svona tíu-kristal, eins og Íþróttaálfurinn er með á brjóstinu, og strákurinn var jarðsunginn í búningnum.“

Viðtalið má lesa í fullri lengd hér beint fyrir neðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg