Kynna íslenska menningu

Mynd úr safni. Of Monsters and Men á tónleikum.
Mynd úr safni. Of Monsters and Men á tónleikum. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Í dag hófst hátíðin A Taste of Iceland sem haldin er í Washington í Bandaríkjunum yfir helgina. Á hátíðinni mun fólki gefast kostur á að bragða á íslenskri eldamennsku, kynnast menningu landsins og njóta íslenskra kvikmynda auk tónlistar.

Þráinn Freyr Vigfússon matreiðslumeistari mun reiða fram dýrindis fjögurra rétta matseðil og mun að sjálfsögðu íslenskt hráefni gegna lykilhlutverki í matseldinni.  

Hljómsveitin Of Monsters and Men ásamt Lay Low munu sjá um að kynna tónlistina en einnig verða kvikmyndirnar Sumarlandið og Inni, heimildarmynd um Sigur Rós, sýndar á hátíðinni.

Nánari upplýsingar um hátíðina má finna hér.

Þá er vert að geta þess að Þráinn Freyr kom fram í vinsælum morgunþætti á NBC sjónvarpsstöðinni í morgun og má sjá upptöku af þættinum hér. Á morgun kemur hann svo fram á sjónvarpsstöðinni Fox.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt að setjast niður og gera þér grein fyrir því, hvað það er sem þú raunverulega sækist eftir í lífinu. Leitaðu upplýsinga um það sem þú þarft að fá að vita.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt að setjast niður og gera þér grein fyrir því, hvað það er sem þú raunverulega sækist eftir í lífinu. Leitaðu upplýsinga um það sem þú þarft að fá að vita.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav