Fékk rólu í höfuðið í Rómeó og Júlíu

Halldóra Geirharðsdóttir leikkona
Halldóra Geirharðsdóttir leikkona Mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Halldóra Geirharðsdóttir leikkona slasaðist á sýningu Vesturports, Rómeó og Júlíu, í Borgarleikhúsinu í gær. Halldóra fékk rólu í höfuðið og þurfti að fara á slysadeild þar sem saumuð voru 11 spor í höfuðið á henni.

Uppfærsla Vesturports á Rómeó og Júlíu markaði upphafið að glæstu gengi leikhópsins sem ekkert lát hefur verið á síðan verkið var frumsýnt árið 2002. Uppsetning Vesturports er sem kunnugt er mikið sjónarspil þar sem hið heimsfræga leikrit Shakespeares fléttast saman við sirkus og loftfimleika og gengur á ýmsu á sviðinu. Þarf því kannski engan að undra að leikarar séu stundum lemstraðir. 

Á heimasíðu Vesturports kemur fram að þegar Halldóra kom á slysadeild voru þar fyrir tveir aðrir sem höfðu verið áhorfendur á þessari sömu sýningu og voru einnig slasaðir. Ekki kemur þó fram hvernig meiðsl þeirra bar að.

Halldóra mun hinsvegar standa á sviðinu í kvöld í næstu sýningu á Rómeó og Júlíu og virðist því hafa jafnað sig fljótt á höfuðhögginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Málið er bara að halda ró sinni, hvað sem á dynur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Málið er bara að halda ró sinni, hvað sem á dynur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav