Baðst afsökunar á að nota skattaskjól

Jimmy Carr.
Jimmy Carr.

Breski grínistinn Jimmy Carr viðurkennir að hafa gerst sekur um dómgreindarleysi þegar hann nýtti sér hið svonefnda K2-skattaskjól en það gerir fólki kleift að borga lægri tekjuskatt, jafnvel aðeins 1%.

Dagblaðið The Times greindi frá því á þriðjudaginn að Carr væri að nota K2-skattaskjólið en það er löglegt. Forsætisráðherrann David Cameron sagði í gær að notkunin væri „siðferðislega röng.“ Hann væri að koma sér undan því að borga skatt og það væri ósanngjarnt gagnvart áhorfendunum sem borguðu sig inn á sýningar hans að hann borgaði lægri skatt en þeir.

Í kjölfarið baðst Carr afsökunar á Twitter-síðu sinni. „Ég veit að sem skemmtikraftur þá gerir fólk ráð fyrir að ég geri grín að þessu máli en það ætla ég ekki að gera í þessari yfirlýsingu. Þetta er augljóslega alvarlegt mál. Ég fundaði með fjármálaráðgjafa og hann sagði við mig: 'Viltu borga minni skatta? Það er alveg löglegt.' Ég sagði já. Ég geri mér núna grein fyrir því að ég hef gerst sekur um dómgreindarleysi. Mér hefur þó verið sagt að K2-skattaskjólið sé löglegt og rekið með vitund skattayfirvalda. Ég nýti það ekki lengur og mun framvegis sýna meiri ábyrgð í fjármálum. Ég bið alla afsökunar. Jimmy Carr.“

Talið er að yfir þúsund Bretar nýti sér skattaskjólið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes