Hljómborðsleikari Deep Purple allur

Hljómsveitin Deep Purple þegar hún var upp á sitt besta.
Hljómsveitin Deep Purple þegar hún var upp á sitt besta. mbl.is

Jon Lord, hljómborðsleikari Deep Purple, lést á sjúkrahúsi í London í dag. Hafði hann um langt skeið glímt við krabbamein í briskirtli.

Jon, sem fæddur var árið 1941, samdi fjöldann allan af lögum og starfaði með ýmsum tónlistarmönnum á ferli sínum. Frægastur var hann þó fyrir aðild sína að hljómsveitinni Deep Purple. Ásamt félögum sínum þar samdi hann ódauðlega slagara á borð við Smoke On The Water.

Jon spilaði með Deep Purple um árabil eða allt fram til ársins 2002. Hafði hann þá m.a. samið og flutt með sveitinni hljómsveitarverkið Concerto for Group & Orchestra ásamt konunglegu fílharmóníusveitinni í Royal Albert Hall-tónleikahúsinu í London árið 1969. Sama verk var aftur flutt af hljómsveitinni í sama húsi árið 1999 við mikinn fögnuð, en þá með  Sinfóníuhljómsveit Lundúnaborgar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes