Skrímslabækur gefnar út í Kína

Sex bækur úr skrímslaseríu Áslaugar Jónsdóttur og félaga komu út í Kína í gær. Sama dag tók Áslaug þátt í samnorrænni málstofu á Bókamessunni í Peking sem er sú stærsta sinnar tegundar í Kína. Útgáfufélagið Maitian Press í Tianjin gefur bækurnar út.

Bókamessan er haldin í nítjánda skipti í ár. Í fyrra tóku 1.800 fyrirtæki og stofnanir þátt í sýningunni og skrifað var undir 2.953 útgáfusamninga.

Í ár má gera ráð fyrir álíka mörgum eða fleiri þátttakendum. Bókamessan stendur yfir dagana 29. ágúst til 2. september. Opnunarhátíðin fór fram í Alþýðuhöllinni, þar sem þing Alþýðulýðveldisins kemur saman, og var Áslaug viðstödd opnunina, segir í tilkynningu.

„Yfirskrift málstofunnar var „From fairytales to apps, e-books and e-learning“ og var henni ætlað að fjalla um aukið vægi stafrænna og gagnvirkra lausna fyrir börn í kennslu og leik. Enn fremur var ætlunin að varpa ljósi á viðbrögð norrænna höfunda, útgáfufélaga og menntastofnana við þessari þróun.

Sem dæmi má nefna að finnska útgáfufélagið Rovio, sem gefur út hin frægu „Angry Birds“-leikföng og -smáforrit, styrkti málstofuna og sendi fulltrúa sinn til að kynna reiðu fuglana. Það var menningarstofnun Dana í Peking sem skipulagði málstofuna í samvinnu við Bókamessuna og með aðstoð norrænu sendiráðanna. Skipuleggjendur Bókamessunnar buðu um hundrað fulltrúum frá kínverskum bókaútgefendum til málstofunnar,“ segir í tilkynningu.

Áslaug Jónsdóttir er myndskreytir og barnabókahöfundur. Hún skrifaði skrímslabækurnar ásamt Kalle Güettler frá Svíþjóð og Rakel Helmsdal frá Færeyjum. Sex bækur um skrímslin hafa komið út frá árinu 2004 en þá kom út fyrsta bókin sem heitir: Nei! Sagði litla skrímslið. Nýjasta bókin í seríunni kom út árið 2010 og hún heitir: Skrímsli á toppnum.

Í fyrstu verður hver bók gefin út í tólf þúsund eintökum í Kína sem gerir 72 þúsund eintök allt í allt. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem verk eftir Áslaugu koma út í Kína en hún myndskreytti Söguna um bláa hnöttinn sem Andri Snær Magnason skrifaði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes