Kominn í frönskunám

David Beckham vill geta tjáð sig skammlaust á frönsku.
David Beckham vill geta tjáð sig skammlaust á frönsku. AFP

David Beckham er byrjaður að bæta frönskukunnáttuna svo hann geti talað skammlaust við liðsfélaga sína og aðdáendur í París í sumar.

Knattspyrnukappinn skrifaði sem kunnugt er undir fimm mánaða samning á dögunum við franska liðið Paris Saint Germain. Er honum að sögn heimildarmanna mikið í mun að geta tjáð sig á franska tungu á meðan hann starfar hjá liðinu. Minnist hann þess með hryllingi hversu mikið grín hefur verið gert að Englendingnum Joey Barton hjá Marseille, sem hefur þótt arfaslakur þar sem hann tjáir sig á ensku með einkennilegum frönskum hreim á blaðamannafundum.

„Becks er ekki það vitlaus að hann geri sömu mistök og Joey. Hann hefur gert viðeigandi ráðstafanir svo hann geti skammlaust tjáð sig á frönsku,“ hefur dagblaðið Daily Star eftir ónafngreindum heimildamanni. Segir sá að bæði hafi Beckham fundið sér frönskukennara í París auk þess sem hann nýti sér tæknina og hlusti á frönskukennslu á spjaldtölvunni sinni og í smart-símanum hvenær sem færi gefst.

Í París mun Beckham búa á hóteli þar sem kona hans og fjögur börn halda til í Lundúnum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes