Raftónlist undir Snæfellsjökli

Pan Thorarensen og faðir hans Óskar Thorarensen sjá um Extreme …
Pan Thorarensen og faðir hans Óskar Thorarensen sjá um Extreme Chili Festival ásamt Andra Má Arnlaugssyni en hátíðin er haldin á Hellissandi. mbl.is

Íslenska raftónlistarhátíðin Extreme Chill Festival – Undir jökli hefst í dag 12 og stendur til sunnudags, 14. júlí. Hátíðin fer fram á Hellissandi við rætur Snæfellsjökuls. Þetta er í fjórða sinn sem hátíðin fer fram en hún var fyrst haldin sumarið 2010. „Hátíðin hefur farið ört vaxandi með hverju árinu og í ár koma um 20 íslenskir tónlistarmenn fram auk þess sem fjórir erlendir tónlistarmenn koma til að skemmta og skemmta sér á hátíðinni,“ segir Pan Thorarensen, en hann skipuleggur hátíðina ásamt föður sínum Óskari Thorarensen og Andra Má Arnlaugssyni.

Extreme Chill Festival er eins konar árshátíð Extreme Chillkvöldanna sem haldin hafa verið einu sinni í mánuði frá árinu 2007 á stöðum eins og 22, Hemmi's and Valdi og Kaffibarnum.

„Við feðgarnir stofnuðum til Extreme Chill-kvöldanna ásamt Andra Má Arnlaugssyni árið 2007 og þau hafa verið vel sótt og margir listamenn komið að þeim. Extreme Chill Festivalið – Undir Jökli er því eins konar árshátíð kvöldanna,“ segir Pan.

Umhverfið sem heillaði þá

Pan og faðir hans Óskar Thorarensen fengu hugmyndina að hátíðinni þegar þeir unnu að plötunni Hypnogogiameð Stereo Hypnosis á Hellissandi. „Við rákum augun í félagsheimilið í bænum sem var byggt einhvern tímann á sjötta eða sjöunda áratugnum sem kvikmyndahús. Aðstaðan er því öll til fyrirmyndar og hljómburðurinn góður í húsinu. Okkur datt því í hug að Hellissandur væri góður staður til að halda raftónlistarhátíð, umhverfið er líka skemmtilegt og heillandi.“

Bæjarbúar hafa tekið hátíðinni fagnandi en á hverju ári sækja hátt í 400 tónleikagestir bæinn heim til að njóta tónlistarinnar á Extreme Chill Festival og upplifa ósvikna íslenska bæjarstemningu á Hellissandi.

„Þó svo bærinn sé ekki stór hefur tekist vel að hýsa alla tónleikagesti og í ár höfum við aðgang að tveimur tjaldsvæðum þannig að hægt verður að aðskilja þá sem vilja rólegri fjölskyldustemningu frá þeim sem ætla að skemmta sér eitthvað lengur fram á kvöld.“

Inni- og útitónleikar

Hátíðin dregur til sín fleiri en tónleikagesti sem hafa borgað sig inn á hátíðina því ýmsir viðburðir eru í kringum hana sem allir ættu að geta tekið þátt í. „Við verðum með tvö svið. Eitt inni í félagsheimilinu þar sem flestir viðburðir fara fram og annað sem er úti, en við áformum að hafa útitónleika á laugardeginum. Það er ekki selt inn á útitónleikana og því getur fólk sem hefur áhuga á að kynnast raftónlistinni eða hefur ekki náð að tryggja sér miða á hátíðina skellt sér í bíltúr úr bænum og heimsótt Hellissand og skemmt sér með okkur á útitónleikunum.

Andrúmsloftið rafmagnað

Þá verða aðrir viðburðir í kringum hátíðina eins og jógakennsla og fleira fyrir alla þá sem vilja og geta tekið þátt,“ segir Pan. Tónlistarhátíðin er einstök fyrir þær sakir að hún sameinar fyrir áhugamenn um raftónlist hvort í senn góða tónlist og stórbrotið landslag. Þá verða einnig myndbandsverk sýnd á hátíðinni og hentar því gamla kvikmyndahúsið á Hellissandi einstaklega vel.

„Landslagið hérna er auðvitað stórkostlegt og það hjálpar til að mynda þá einstöku stemningu sem hátíðin hefur upp á að bjóða og er orðin þekkt fyrir. Félagsheimilið sem eitt sinn var kvikmyndahús er líka tilvalið fyrir þau vídeóverk sem verða spiluð og ég hef því ekki trú á öðru en að hátíðin í ár eigi eftir að verða mjög góð,“ segir Pan sem er á fullu að undirbúa hátíðina í ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er gott að þekkja sín eigin takmörk og þá ekki síður að virða þau þegar á það reynir. Ef þú fæst ekki við það sem þú hefur áhuga á getur lífið svo sannarlega verið letjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er gott að þekkja sín eigin takmörk og þá ekki síður að virða þau þegar á það reynir. Ef þú fæst ekki við það sem þú hefur áhuga á getur lífið svo sannarlega verið letjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav