125 þúsund í þjórfé

Þjónustukonan segist nú eiga fyrir reikningunum.
Þjónustukonan segist nú eiga fyrir reikningunum. mbl.is/reuters

Þjónustukona á veitingastað í Knoxville í Bandaríkjunum datt í lukkupottinn á dögunum þegar rausnarlegur viðskiptavinur skildi eftir 1.075 dala þjórfé, eða að andvirði tæplega 150 þúsund íslenskra króna. Reikningurinn sjálfur hljóðaði hins vegar aðeins upp á 29 dali.

Þetta kemur fram í frétt Huffington Post.

Konan, Khadijah Muhammad, var ný snúin aftur til vinnu eftir að hafa heimsótt veika móður sína á spítala í Ohio. Vegna ferðarinnar hafði hún misst mikið úr vinnu og hafði miklar áhyggjur af komandi reikningum, hafði hún meðal annars sagt að hún þyrfti á kraftaverki að halda til þess að eiga fyrir greiðslu þeirra. Fjölskylduna sem skildi þjórféð eftir segir hún hafa verið kraftaverkið sem hún bað fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes