Bush og Clinton á körfuboltaleik

Clinton og Bush sátu hlið við hlið á körfuboltaleiknum, í …
Clinton og Bush sátu hlið við hlið á körfuboltaleiknum, í besta bróðerni Mynd/AFP

Það vakti athygli á leik í bandaríska háskólakörfuboltanum í gær þegar myndavélin á leiknum færðist allt í einu upp í heiðursstúkuna. Þar sátu tveir fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna, þeir George W. Bush og Bill Clinton, saman hlið við hlið að njóta þess að sjá liðin Connecticut Huskies og Kentucky Wildcats. 

Við hlið fyrrverandi forsetanna sat Laura Bush, eiginkona George, Tony Romo, leikstjórnandi Dallas Cowboys, og eiginkona hans. Áhorfendur klöppuðu innilega þegar stóri sjónvarpsskjárinn sem hangir í loftinu sýndi forsetana fyrrverandi sitjandi saman í mesta bróðerni. 

Bill Clinton var forseti Bandaríkjanna á árunum 1993-2001 eftir að hafa sigrað föður George W. Bush, George H.W. Bush, í forsetakosningunum árið 1992. George W. Bush tók síðan við af Clinton árið 2001 eftir að hafa sigrað Al Gore, frambjóðanda demókrata, í kosningunum árið 2000. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes