Klámmyndaleikkonur í Game of Thrones

mbl.is

Leikstjóri þáttanna vinsælu Game of thrones fer óhefðbundnar leiðir við að velja leikara til þess að leika í þáttunum. Auk óreyndra leikara á borð við kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson leika í þáttunum fjöldinn allur af leikkonum með fortíð í klámmyndaiðnaðinum. 

Samantha Bentley er bresk klámmyndaleikkona sem hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir myndir sínar. Í fyrra vann hún meira að segja titilinn „Best female performer,“ á verðlaunahátíð breskra klámmyndaleikara. Staðfest hefur verið að Bentley fer með hlutverk í nýjustu þáttaröðinni af Game of Thrones, sem hóf göngu sína í gær, en ekki er enn vitað um hvaða hlutverk er að ræða. 

Maisie Dee er önnur bresk klámmyndaleikkona og leikur hún Daisy, eina af vændiskonum Petyrs Baelish. Hún kom við sögu í annarri þáttaröðinni. Hana verður ekki að finna í nýjustu þáttaröðinni. 

Jessica Jensen vann árið 2011 titilinn „Besti nýliðinn“ á verðlaunahátíð klámmyndaleikara. Líkt og með Bentley verður hana að sjá í nýjustu þáttaröðinni. 

Sibel Kebili lék í fyrstu þáttaröðinni og er persóna hennar ein aðalpersónanna í þáttunum. Fyrir meira en áratug síðan lék Kebili í nokkrum erótískum kvikmyndum. 

Sahara Knight er enn ein klámmyndaleikkonan sem leikur í þáttunum. Hún lék, líkt og Maisie Dee, vændiskonu Petyrs Baelish. Persónan hennar kom fyrir í fyrstu og annarri þáttaröðinni. 

Aeryn Walker er áströlsk klámmyndaleikkona sem mun leika eina af eiginkonum Crasters í nýjustu þáttaröðinni. 

Sjá frétt Fox News um málið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes