Gat ekki hætt að syngja um kynlíf

Söngkonan Lily Allen.
Söngkonan Lily Allen. mbl.is/AFP

Maður hefði ekki haldið fyrirfram að nokkur segði söngkonunni Lily Allen fyrir verkum, en hún greinilega tekur mark á eiginmanni sínum, Sam Cooper.

Söngkonan sagði á dögunum að Cooper hefði beðið hana að slaka aðeins á í tónlistarflutningnum, eftir að hún varð móðir.

Allen og Cooper, sem giftu sig árið 2011, eiga tvær dætur saman, Ethel Cooper, sem er tveggja ára gömul, og Marnie Cooper, sem er 15 mánaða gömul.

„Hann bað mig að vera aðeins rólegri þar sem ég er orðin móðir. Á síðasta tónleikaferðalagi þá var ég vön að láta öllum illum látum með míkrófóninn er ég söng lagið Not Fair,“ sagði Allen í samtali við The Sun og bætti við: „Nýlega þegar ég var að æfa mig fyrir fyrirhugað tónleikaferðalag spurði Cooper mig hvort ég væri nokkuð að fara gera þetta aftur með míkrófóninn. Ég sagði við hann að ég skyldi ekki gera það ef hann vildi ekki að ég gerði það. Hann sagði þá að hann héldi að það væri ekki gott fyrir börnin.“

Allen sagði samt að það væri eitt sem hún ætlaði ekki að breyta hvort sem Cooper líkaði það betur eða verr. Lagið hennar L8 CMMR er um kynlíf hennar og eiginmanns hennar. „Hann var vandræðalegur. En fólk veit að ég tala opinskátt um allt. Ég get ekki bara gift mig og hætt að tala um þessa hluti af því að þá myndu aðdáendur mínir spyrja sjálfa sig af hverju ég væri ekki að syngja um kynlíf og svona. Mér þykir það miður fyrir Cooper, en hann vissi hvað hann væri að fara út í með mér,“ sagði söngkonan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes