Bræður Paul Walker taka að sér hlutverk bróður síns

Paul Walker ásamt bræðrum sínum.
Paul Walker ásamt bræðrum sínum. mbl.is/AFP

Bræður leikarans Paul Walker, Caleb og Cody Walker hafa skrifað undir samning þess efnis að þeir muni taka að sér hlutverk bróður síns í kvikmyndinni Fast & Furious 7.

Leikarinn lést í nóvember á síðasta ári, er hann var fertugur að aldri, en þá var hann í miðjum tökum á kvikmyndinni, samkvæmt heimildum Heat.

„The Fast & Furious sagan er um fjölskylduna. Okkar fjölskylda varð fyrir miklu áfalli í nóvember. Við urðum að fá smá tíma til að syrgja Paul Walker, bróður okkar sem við misstum, og íhuga hvort við ættum að halda áfram með kvikmyndina. Við komum saman og vorum öll sammála um að okkar eini möguleiki væri að halda áfram. Við teljum að það sé það sem aðdáendur okkar vilja og Paul Walker líka. Walker hafði þegar leikið í dramatísku atriðunum og hröðu atriðunum fyrir Fast & Furious 7, og þetta er á meðal bestu verka hans. Við höldum tökum áfram og bjóðum bræður Paul Walker velkomna, Caleb og Cody Walker í Fast fjölskylduna. Þeir munu hjálpa okkur að klára nokkur atriði fyrir bróður þeirra og fylla upp í nokkur göt sem voru eftir í framleiðslunni. Að hafa þá á tökustað lætur okkur líða eins og Paul Walker sé enn á meðal okkar,“ segir á vefsíðu kvikmyndarinnar.

Cody Walker, bætti við yfirlýsinguna á Facebook síðu sinni: „Ég get loks opinberað það sem margir hafa getið sér til um. FF7 – gerum þetta vel og gerum bróðir minn stoltan.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes