„Ég get ekki beðið eftir að eldast“

Leikkonan Cameron Diaz.
Leikkonan Cameron Diaz. mbl.is/AFP

Leikkonan Cameron Diaz segist ekki geta beðið eftir að eldast vegna þess að konur yfir fertugt fái alltaf bitastæðustu hlutverkin.

Sem dæmi þá hafa leikkonurnar Helen Mirren, Judi Dench og Merily Streep allar orðið vinsælli leikkonur með aldrinum.

„Þetta er besti tími lífs míns. Ég elska að vera á þessum aldri. Ég get ekki beðið eftir því að eldast. Bitastæðustu hlutverkin eru fyrir konur sem eru eldri en 40 ára. Við sjáum hlutverkin ekki í því ljósi af því að þau eru ekki kynþokkafull hlutverk. Við erum ekki að veita þessum konum þann heiður sem þær eiga skilið, fyrir að leika svona vel,“ sagði Diaz, samkvæmt heimildum Daily Mail.

Hún sagði einnig á dögunum að henni þætti fáránlegt hversu mikið álag væri á konur að líta út fyrir að vera yngri en þær væru.

Diaz sagði að konur fengju ekki tækifæri til þess að eldast, og að það væri stöðugt verið að láta þær vinna á móti náttúrunni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes