Hefur búið í norskum helli í ár

Ida Beate Løken í hellinum.
Ida Beate Løken í hellinum. Skjáskot af Thelocal.no

Fyrir tæpu ári ákvað Ida Beate Løken, 19 ára gömul norsk stelpa frá héraðinu Sogn í vesturhluta Noregs, að setjast að í helli á svæðinu. Þar hefur hún búið síðan samhliða því sem hún hefur stundað nám við landbúnaðarskóla.

Fjallað er um Løken á fréttavefnum Thelocal þar sem fram kemur að þrátt fyrir ungan aldur hafi hún lengi látið sig umhverfismál varða og meðal annars stofnað félagasamtök til þess að sinna þeim málum. Tilgangurinn með hellisvistinni er að draga sem allra mest úr áhrifum hennar á umhverfið. Það eina sem hún hefur haft til þess að halda á sér hita í vetur er svefnpoki sem þolir allt að 30 gráðu frost. Rúmið er úr stráum og þar ofan á er dýna og teppi. Hún hefur lifað af regnvatni sem hún hefur safnað í skál en fær þess utan að borða í mötuneyti skólans. 

„Það er miklu skemmtilegra að vera hérna,“ er haft eftir henni. Hún velti því þó stundum fyrir sér þegar hún fer upp fjallshlíðina í hellinn eftir að skóla lýkur í rigningu hvers vegna hún sé að þessu. „En þegar ég kem hingað upp og sit inni er mjög mjög hlýtt. Þá veit ég hvers vegna ég er að þessu.“

Myndband þar sem rætt er við Løken má berja augum hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav