Íslensku pollarnir týnast ekki

Hópur Íslendinga streymir nú til Kaupmannahafnar til að vera viðstaddir Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva sem fer þar fram í næstu viku.
Um þrjátíu íslenskir áhugamenn um Eurovision munu líklega ekki týnast í mannhafinu í kringum keppnina því þeir verða rækilega merktir í litríkum Pollapönksgöllum.


FÁSES - Félag áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á Íslandi stóð fyrir því að láta sauma Pollapönksgalla á fullorðna hjá Henson og fengu um þrjátíu sér slíkan galla. Talið er að yfir hundrað Íslendingar verði á keppninni. Sextíu keyptu sér aðdáendapakka á keppnina í gegnum FÁSES, inn í honum eru miðar á öll keppniskvöldin og dómararennslin. Þá keyptu nokkrir almennan miða en um áttatíu manns eru í hópi á Facebook sem er að fara út til Danmerkur á keppnina. Eyrún Valsdóttir formaður FÁSES giskar þó á að rúmlega hundrað Íslendingar verði á keppninni enda alltaf ákveðinn fjöldi sem fer á eigin vegum.


Sex FÁSES-meðlimir sýndu lit og hittu blaðamann Morgunblaðsins rétt áður en þeir héldu af landi brott í lok vikunnar. Þeir voru allir sammála um að framlag Íslands í keppninni í ár komist pottþétt áfram.


Meira má lesa um Eurovisionaðdáendurnar litskrúðugu í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg