Napoleon aftur til Elbu

Þess er minnst um þessar mundir að 200 ár eru frá því Napoleon Frakkakeisari var sendur í útlegð til Miðjarðarhafseyjarinnar Elbu.

Var flutningur hans þangað fyrir 200 árum settur á svið í gær að viðstöddum mörg hundruð áhugamönnum um keisarann kraftmikla víðs vegar að úr Evrópu.

Útskúfunar Napoleons þangað verður minnst með hátíðarhöldum sem vara munu í 10 mánuði en það var sá tími sem keisarinn smái en knái dvaldi í útlegð á Elbu.

Var „Napoleon“ fluttur í gær með samskonar skipi til Elbu og því sem flutti keisarann á sínum tíma. Í hlutverki hans og var 59 ára læknir, Roberto Colla, og til að allt væri sem líkast upprunanum bar hann tvíhyrndan hatt á höfði að hætti Napoleons.

Þegar skipið kom til hafnar á Elbu beið þar fjöldi fólks sem klæddur var upp á þann móð sem gilti í eynni fyrir 200 árum.

Colla er mikill áhugamaður um Napoleon og sagði að til að vera góður Napoleon þyrfti auðmýkt. Hann á um 600 bækur sem gefnar hafa verið út um smáa en knáa Korsíkumanninn og sögu hans.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það ríður á miklu að hafa hlutina í jafnvægi svo gættu þess að forgangsraða rétt til þess að ná árangri. Horfðust í augu við það sem þú forðast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það ríður á miklu að hafa hlutina í jafnvægi svo gættu þess að forgangsraða rétt til þess að ná árangri. Horfðust í augu við það sem þú forðast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir