Skeggjaða konan sigraði

Conchita Wurst, sem söng fram­lag Austurríkis í Eurovision, sigraði í keppninni í ár með 290 stig. Wurst, sem er þekkt sem skeggjaða dragdrottningin, var með forystu í stigagjöfinni nánast frá upphafi.

„Þennan sigur tileinka ég öllum sem trúa á frið og frelsi,“ sagði Wurst þegar hún tók við verðlaununum.

Þetta er í fyrsta sinn í 48 ár sem Austurríki sigrar í keppninni. Holland varð í öðru sæti og Svíþjóð í þriðja.

Dragdrottningin Conchita Wurst er hugarfóstur listamannsins Toms Neuwirth. Hann tók þátt sem Conchita í X-Factor í Austurríki fyrir átta árum og hafnaði í öðru sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg