Gefur lítið fyrir afsökun Daily Mail

Leikarinn George Clooney og Amal Alamuddin.
Leikarinn George Clooney og Amal Alamuddin. mbl.is/AFP

Breska dagblaðið The Daily Mail hefur beðist afsökunar á frétt sinni um að tengdamóðir leikarans George Clooney hafi verið mótfallin brúðkaupi dóttur sinnar. Clooney sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem hann segist gefa lítið fyrir afsökunarbeiðnina. 

Í frétt The Daily Mail sagði að tengdamóðir Clooneys átti að hafa sagt við vini sína að hún vildi frekar að dóttir hennar giftist múslima. Þá á hún einnig að hafa sagt að ef hún giftist leikaranum, myndi henni verða útskúfað úr samfélaginu í heimalandi hennar, Líbanon. 

Í afsökunarbeiðni The Daily Mail segir að blaðið hafi sett traust sitt á reyndan blaðamann sem sagðist hafa átt langar samræður með aðila sem væri nástaddur fjölskyldunni. Hafi fréttin því verið ónákvæm og blaðið baðst afsökunar. 

Clooney segir í tilkynningu sinni að blaðið hafi gert lélega tilraun til þess að búa til ágreining, byggðan á trú fólks. Þá hafi afsökunarbeiðnin og fréttin verið mismunandi sem ýti frekar undir þá kenningu að fréttin hafi verið uppspuni frá upphafi til enda. „Vandamálið við þessa afsökunarbeiðni er að ekkert af þessu er rétt,“ skrifar Clooney og segir enn fremur: „Annað hvort lugu þeir blákalt í fréttinni, eða í afsökunarbeiðninni.“

Hann þakkar svo fyrir afsökunarbeiðnina en segist ekki taka hana til greina að neinu leyti. The Daily Mail hefur ekki gefið út neina tilkynningu eftir síðasta útspil Clooneys. 

The Daily Mail er mest lesni netfréttamiðill heims. 

Sjá frétt mbl.is: Fokreiður yfir rangri frétt

Afsökunarbeiðni The Daily Mail

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes