Justin verður í beinni frá Íslandi

Tónleikum Justins Timberlake í Kópavogi í ágúst verður varpað beint út um allan heim á netinu, samstarfi netfyrirtækjanna Live Nation og Yahoo. Til stendur að varpa út einum tónlistarviðburði á dag í 365 daga og verða Íslandstónleikarnir þar á meðal, en fyrsta útsendingin verður frá tónleikum Dave Matthews Band á Flórída, 15. júlí.

Miðarnir á tónleika Timberlake seldust upp á skotstundu og munu um 16.000 manns njóta þess að hlýða á hann í Kórnum, laugardaginn 24. ágúst. Þeir sem ekki fengu miða ættu hinsvegar að geta glaðst yfir því að geta fylgst með á netinu.

Ísleifur B. Þórhallsson, forsvarsmaður tónleikanna hér á landi, segir í samtali við fréttastofu Rúv að það hafi komið honum skemmtilega á óvart að tónleikarnir á Íslandi skyldu verða fyrir valinu, en Ísland hafi greinnilega mikið aðdráttarafl. Talsmenn Live Nation höfðu samband við hann fyrir nokkrum dögum og spurðust fyrir um aðstæður í Kórnum, s.s. um hvort þar væri nægt rými fyrir tökuvélar.

Búið er að staðfesta 40 fyrstu tónleikana af þeim 365 sem verður varpað á netið og má þar m.a. nefna Gavin DeGraw, OneRepublic, David Gray, KISS og John Legend.

Kynningu á tónleikunum 365 á 365 dögum má sjá hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes