Fannst látin í íbúð

Skye McCole.
Skye McCole. mbl.is/AFP

Leikkonan Skye McCole lést á laugardaginn, aðeins 21 árs gömul, að því er New York Times greinir frá.

Skye McCole var hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Patriot en í henni leikur hún dóttur Mel Gibson.

Móðir hennar, Helen Bartusiak, telur hana hafa fengið flogakast og að enginn hafi tekið eftir því og þá hafi það verið of seint. Hún segir í samtali við The Associated Press að dóttirin hefði búið í íbúð sem staðsett var í bílskúr foreldranna og að kærastinn hennar hafi fundið hana meðvitundarlausa í rúminu.

Þá segir móðir hennar einnig að dóttirin hafi ekki drukkið áfengi né notað eiturlyf og segir fjölskylduna ekki vissa um rétta dánarorsök.

Skye McCole fæddist í Houston árið 1992 en hún kom fyrst fram í sjónvarpsþáttunum Storm of the Century árið 1999. Þá fékk hún einnig hlutverk í sjónvarpsþáttunum 24 árin 2002 til 2003.

Fyrsta kvikmynd sem hún lék í var The Cider House Rules árið 1999. Hún kom einnig fram í Don‘t Say a Word árið 2001 en síðasta kvikmynd sem hún lék í, kvikmyndin Sick Boy, var árið 2012.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes