Ástmaður Johns Travolta opnar sig

John Travolta.
John Travolta. Ljósmynd/Wikipedia

Fyrrverandi starfsmaður Johns Travolta hyggst segja frá ástarævintýri þeirra, að því er New York Daily News greinir frá.

Douglas Gotterbra sagði í samtali við Daily News á miðvikudaginn síðasta að hann muni halda áfram samningsdeilum gegn John Travolta en maðurinn segist hafa átt í ástarsambandi við leikarann þegar hann vann fyrir hann sem flugmaður.

Flugmaðurinn kom fram árið 2012 og hélt því fram að hann hefði átt í ástarsambandi við John Travolta á áttunda áratuginum.

Douglas Gotterbra er 64 ára en hann segir að hann hafi árið 1987 skyndilega verið rekinn vegna deilna og hafi verið látinn skrifa undir samning þess efnis að hann mætti ekki segja hvað hefði farið á milli þeirra Travolta.

Douglas Gotterbra segir ástarsambandið hafa hafist árið 1981 þegar hann hóf störf og staðið þar til hann var rekinn árið 1987. Þá hafi John Travolta boðið honum út að borða og boðið honum nudd í kjölfarið sem leiddi til kynlífs.

Hann segir einnig að leikarinn hafi boðið sér í rómantísk frí til Hawaii, Kenýa og Amsterdam.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes