Sonur Jackie Chan handtekinn

Jackie Chan.
Jackie Chan. Ljósmynd/Wikipedia

Jackie Chan segist skammast sín fyrir son sinn, að því er Daily Mail greinir frá.

Leikarinn baðst opinberlega afsökunar í gærdag fyrir son sinn en hann hefur verið ákærður fyrir vörslu eiturlyfja  í Peking í Kína.

Leikarinn sagði bæði að hann og sonur hans myndu þurfa að kljást við afleiðingar gjörða hans saman og sagði að sem opinber manneskja skammaðist hann sín fyrir son sinn og sem faðir væri hann virkilega miður sín.

Sonur hans er 31 árs en hann var handtekinn ásamt vini sínum, kvikmyndastjörnunni Kai Ko, sem er 23 ára. Þeir tveir eru á meðal þeirra frægustu einstaklinga í Kína sem handteknir eru vegna vörslu fíkniefna síðustu tvo áratugina.

Meðal þeirra eiturlyfja sem fundust voru maríjúana en Jaycee Chan á mögulega yfir höfði sér þriggja ára fangelsisdóm vegna atviksins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta við vin gæti fengið þig til að breyta markmiðum þínum eða framtíðaráformum lítilsháttar. Komdu hugmyndum þínum á framfæri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta við vin gæti fengið þig til að breyta markmiðum þínum eða framtíðaráformum lítilsháttar. Komdu hugmyndum þínum á framfæri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka