Hvert er óskalag þjóðarinnar?

Útvarpshúsið í Efstaleiti.
Útvarpshúsið í Efstaleiti. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ný sjónvarpsþáttaröð, Óskalög þjóðarinnar, hefur göngu sína á RÚV 18. október og eins og nafnið bendir til verða í´ þáttunum flutt óskalög þjóðarinnar, þau lög sem þjóðin kýs á vef RÚV, ruv.is og hefst kosningin í dag. Í hverjum þætti verða leikin fimm óskalög frá tilteknum áratug, allt frá lýðveldisstofnun árið 1944 og verður fyrsti þáttur tileinkaður árunum 1944-54, annar þáttur 1954-64 og svo koll af kolli fram til 2014. Sagafilm framleiðir þættina fyrir RÚV og þáttastjórnendur eru sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson.

„Fólk hefur alltaf gaman af þáttum um íslenska tónlist,“ segir Jón og bendir á vinsældir eigin þátta sem sýndir voru á RÚV, Af fingrum fram, og Hljómskálans. Það sé ákveðin áskorun að flytja óskalög þjóðarinnar því þau séu fólki hjartfólgin og vel kunn. „Við erum í raun ekki að velja besta lagið heldur að fá tilfinningu fyrir því hvaða lög hafa lifað best með þjóðinni,“ segir Jón. Lokaþáttur Óskalaga þjóðarinnar verður í beinni útsendingu 6. desember og kemur þá í ljós hvert er óskalag þjóðarinnar. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav