Kvikmynd um réttindi samkynhneigðra

Steve Carell.
Steve Carell. Ljósmynd/Wikipedia

Steve Carell tekur að sér hlutverk sem Zack Galifianakis hafði samþykkt að taka að sér í kvikmynd sem fjallar um réttindi samkynhneigðra, að því er vefsíða Deadline greinir frá.

Zack Galifianakis gat ekki tekið hlutverkið að sér vegna annarra verkefna og tók þess vegna Steve Carell við hlutverkinu.

Söguþráður kvikmyndarinnar fjallar um konu sem þjáist af banvænum sjúkdómi og berst fyrir réttindum samkynhneigðra en kvikmyndin er byggð á heimildarmynd frá árinu 2007.

Heimildarmyndin frá árinu 2007 fjallaði um hina samkynhneigðu Lauren Hester frá New Jersey í Bandaríkjunum en hún starfaði sem lögreglukona og barðist fyrir auknum réttindum fyrir sig og ástkonu sína, Stacie Andree, ásamt því að berjast við lungnakrabbamein.

Julianne Moore mun leika Laurel Hester og leikkonan úr kvikmyndinni Juno, Ellen Page, mun fara með hlutverk ástkonu Laurel Hester, Stacie Andree.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes