Reynir fyrir sér í leiklist

Fyrirsætan Cara Delevigne.
Fyrirsætan Cara Delevigne. mbl.is/AFP

Ofurfyrirsætan Cara Delevingne mun leika hlutverk í framhaldsmynd af kvikmyndinni Zoolander, að því er dagblaðið The Sun greinir frá.

Cara Delevingne lék sitt fyrsta leikhlutverk í kvikmyndinni Anna Karenina en mun næst fara með hlutverk í Zoolander 2.

Hin 22 ára fyrirsæta hefur verið í viðræðum við Ben Stiller um hlutverkið. Ásamt henni mun vinkona hennar, fyrirsætan Suki Waterhouse, leika hlutverk í kvikmyndinni.

Suki Waterhouse er kærasta Bradley Cooper en einnig er talið að hann muni fá hlutverk í kvikmyndinni.

Þrátt fyrir að hafa hafið feril sinn sem fyrirsæta reynir Cara Delevingne fyrir sér í leiklistinni en hún er stendur meðal annars í tökum á kivkmyndinni Pan sem fjallar um Pétur Pan ásamt því að leika aðalhlutverk í kvikmyndunum Kids in Love, Tulip Fever, The Face of an Angel og London Fields.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes