Segir orðróminn uppspuna

Jay Z og Beyoncé Knowles.
Jay Z og Beyoncé Knowles.

Faðir Beyoncé Knowles, Matthew Knowles, segir að orðrómur um skilnað dóttur sinnar og Jay Z hafi verið uppspunninn til að auka miðasölu á tónleika þeirra, að því er Daily Mail greinir frá.

Beyoncé Knowles og eiginmaður hennar, Jay Z, hafa ferðast um Bandaríkin á tónleikaför sinni On the Run en orðrómur hefur lengi verið á kreiki um að hjónaband þeirra sé í molum en hjónin gera sitt besta til að halda ímyndinni um hið fullkomna hjónaband á lofti og láta eins og ekkert sé að.

Hins vegar þykir aðdáendum ólíklegt að allt sé í himnalagi eftir að myndband lak á netið af systur Beyoncé Knowles, Solange Knowles, þar sem hún réðist á Jay Z í lyftu vegna þess að hún grunaði hann um að halda framhjá systur sinni.

Nú hefur faðir Beyoncé Knowles komið fram í viðtali við útvarpsstöðina The Roula And Ryan Show í Houston í Bandaríkjunum og sagt að orðrómurinn um skilnað hafi verið brella til að auka miðasölu á tónleikana.

Beyoncé Knowles og Jay Z eru vinsælasta og áhrifamesta tónlistarpar í heiminum í dag og ólíklegt þykir að skilnaðarorðróm hafi þurft til að auka miðasölu á tónleika þeirra.

Matthew Knowles sagði einnig í viðtalinu að Jay Z og Solange Knowles hefðu vitað að verið væri að taka þau upp þegar slagsmálin í lyftunni áttu sér stað.

Matthew Knowles sagði að í kjölfar atviksins hefði sala á plötu Solange Knowles aukist um 200%.

Matthew Knowles og móðir Beyoncé Knowles skildu árið 2011 eftir meira en 30 ára hjónaband en hann giftist Gena Charmaine Avery á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes