Frozen rússíbani í Disney

Ísdrottningin Elsa úr Frozen ævintýrinu.
Ísdrottningin Elsa úr Frozen ævintýrinu.

Nýr rússíbani sem byggir á teiknimyndinni vinsælu Frozen verður opnaður í Disney á næstunni. Rússíbaninn verður í svokölluðu Noregs-hverfi í Epcot Disney garðinum í Orlando á Florida.

Tækinu Maelstrom verður skipt út fyrir rússíbanann en það var opnað árið 1988. Því verður lokað þann 5. október nk. 

Framkvæmdastjóri Walt Disney garðanna segir að gestir muni ferðast til Arendelle þar sem systurnar Elsa og Anna búa og upplifa öll bestu augnablik ævintýrisins. Þá verður hægt að hitta Önnu og Elsu „í eigin persónu“ þar fyrir utan.

Þá greindi hann frá því að persónurnar úr Frozen yrðu í stærri hlutverki í garðinum um jólin og frá og með byrjun nóvembermánaðar muni ísdrottningin Elsa, beita töfrum sínum og frysta kastalann í Magic Kingdom garðinum á hverju kvöldi. Þá munu þau öll leika lykilhlutverk í jólaskrúðgöngunni.

E! greinir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes