Misnotaði eiturlyf sem unglingur

Aisha Tyler átti erfitt á unglingsárunum.
Aisha Tyler átti erfitt á unglingsárunum. AFP

Leikkonan Aisha Tyler, sem leikið hefur í þáttum á borð við Glee, CSI: Crime Scene Investigation, Friends og Modern Family, glímdi við eiturlyfjafíkn sem unglingur. 

Tyler kveðst hafa átt erfiða æsku en hún byrjaði að misnota eiturlyf þegar hún byrjaði í nýjum skóla sem unglingur. Eiturlyfjanotkun hennar varð til þess að hún var á endanum rekin úr skólanum. Þessu greindi hún frá í spjallþættinum The Talk.

„Ég byrjaði í skóla þar sem ég var einn af tveimur nemendum sem voru dökkir á hörund og ég var eini nemandinn sem var fátækur. Ég einangraðist og mér fannst ég vera öðruvísi en allir hinir. Ég gerði uppreisn. Ég byrjaði að drekka og nota eiturlyf og þetta hafði áhrif á námsgetu mína. Ég skrópaði í skóla til að komast í vímu,“ útskýrði Tyler.

Þegar Tyler var vísað úr skóla neyddist hún til að viðurkenna fyrir foreldrum sínum hvað hafði gengið á. „Ég komst ekki inn í annan skóla strax en mér tókst að snúa blaðinu við hægt og rólega, þá komst ég inn í góðan skóla. Þessi lífsstíll hentaði mér bara ekki,“ sagði leikkonan sem fór með hlutverk Charlie Wheeler í Friends.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes