Íslendingar trúa á álfa og eru alkóhólistar

David Letterman og Johnny Galecki fóru yfir ferð þess síðarnefnda …
David Letterman og Johnny Galecki fóru yfir ferð þess síðarnefnda hingað til lands í þættinum The Letterman´s Show. 2,8 milljónir manna horfa að meðaltali á kvöldþætti Lettermans.

 Stjarnan úr The Big Bang Theory og Christmas Vacation, Johnny Galecki, var gestur Davids Lettermans í vikunni. Fóru þeir félagar meðal annars yfir ferðalag Galecki hingað til lands í sumar. 

„Hvernig var Ísland?“ spurði Letterman og Galecki sagðist hafa verið hrifinn af landi og þjóð. „Það er eins og að vera á tunglinu en fólkið er frábært.“ Svo fóru þeir félagar yfir snjallforritið Íslendingabók og fannst fyndið að það væri til.


Þá var komið að Letterman. „Það er tvennt sem ég veit um Ísland. Annað er að þar eru flestir alkóholistar miðað við höfðatölu í heiminum. Það er mikið drukkið á Íslandi. Og svo trúa Íslendingar á álfa.“

Galecki sagðist geta skilið af hverju. „Það dimmir snemma og ekki mikið um að vera. En ég skil að Íslendingar trúa á álfa því ég fór í gönguferð um óbyggðir landsins og það hefði ekki komið mér neitt á óvart ef álfar eða huldufólk hefði komið á móti mér því landslagið er þannig.“


Letterman svaraði að það myndi koma sér töluvert á óvart. „Ef ég væri í göngu og það kæmi álfur á móti mér yrði ég hissa.“ 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg