Yfirheyrð af öryggisvörðum vegna þjófnaðar

Amanda Bynes heldur áfram að koma sér í vandræði.
Amanda Bynes heldur áfram að koma sér í vandræði. AFP

Öryggisverðir í verslun í New York tóku leikkonuna Amöndu Bynes afsíðis til yfirheyrslu í vikunni vegna þess að þá grunaði að hún hefði stolið varningi úr versluninni.

Amanda sagði að um misskilning væri að ræða. Lögreglan var því ekki kölluð til og hyggst búðareigandinn ekki leggja fram kæru. Öryggisverðir héldu því fram að Bynes hefði klætt sig í flík í versluninni og gengið út í henni vísvitandi án þess að borga.

Heimildamenn TMZ segja Bynes hafa gengið út með hatt á höfðinu sem var þjófavarinn og því komst fljótt upp um hana. Bynes sagðist hafa gleymt hattinum á höfðinu eftir að hún setti hann upp til að verjast áreiti frá aðdáendum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir