Vill bjarga veikum fíl

Leikkonan Olivia Munn er dýravinur.
Leikkonan Olivia Munn er dýravinur. AFP

Undanfarið hefur leikkonan og dýraverndunarsinninn Olivia Munn beitt sér í von um að gömlum sirkusfíl verði bjargað þar sem hann er notaður í umdeilda sirkussýningu.

Munn vinnur að björgun fílsins ásamt Peta-samtökunum en fíllinn, sem heitir Nosey, virðist vera kominn með liðagigt og þjást sökum þess. Þrátt fyrir veikindi fílsins hefur hann verið neyddur til að taka áfram þátt í sirkussýningum.

Munn vill koma fílnum fyrir í sérstöku athvarfi og láta banna sirkusinn fyrir slæma meðferð á dýrum. „Ég sem dýravinur er hissa á að bandarísku landbúnaðarsamtökin leyfi þessari misnotkun á dýri að eiga sér stað,“ sagði Munn meðal annars og hvatti stjórnmálamanninn Tom Vilsack til að beita sér í málinu.

„Fílum er ekki ætlað að vera hlekkjaðir niður og að ganga í endalausa hringi með kerrur á bakinu. Þetta hefur einkennt líf Noseys,“ sagði Munn og lýsti svo slæmu ásigkomulagi fílsins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes