Ákærð fyrir ósæmilegt athæfi

Mynd úr safni - lögreglan að störfum í Los Angeles
Mynd úr safni - lögreglan að störfum í Los Angeles AFP

Leikkonan Daniele Watts sem kvartaði undan því á samfélagsmiðlum að hún hafi verið handtekin vegna litarháttar síns hefur verið ákærð fyrir ósæmilegt athæfi á almannafæri.

Samkvæmt frétt BBC var Watts, sem meðal annars lék í Django Unchained, handtekin þar sem hún sat í bifreið í Los Angeles með unnusta sínum. Hún var handjárnuð og sagði hún að þeir hefðu sakað hana um að vera vændiskona.

Að sögn lögreglu voru þau gripin við ósæmilega hegðun á almannafæri og það sé ástæða handtökunnar og hafa þau nú  bæði verið ákærð fyrir athæfið. Hún hafi verið handjárnuð eftir að hafa neitað að upplýsa um nafn og heimilisfang. 

Watts og unnusti hennar, Brian James Lucas, eiga nú yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsi og þúsund dollara sekt ef þau verða fundin sek. Mál þeirra verður tekið fyrir þann 13. nóvember.

Töldu að Watts væri vændiskona

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrstu kynni fela oft í sér margvíslegar vísbendingar. Treystu á hæfileika þína og vertu óhræddur að breyta til.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrstu kynni fela oft í sér margvíslegar vísbendingar. Treystu á hæfileika þína og vertu óhræddur að breyta til.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren